Langar þig að fræðast meira um lágkolvetna mataræðið eða KETÓ ? Veistu ekki hvar þú átt að byrja eða ertu óviss um hvernig þú ætlar að halda áfram eftir fyrstu vikurnar eða mánuðina á ketó eða lágkolvetna mataræðinu ? Ég kenni ykkur ekki að spæla egg né baka köku en fer yfir hráefni og útskýri hvað hentar best hverju sinni. Ég fer yfir hugmyndir um millimál, morgunmat og nesti og svara auðvitað spurningum varðandi matseld.
Kaflar námskeiðs

Hæ hæ ég heiti María Krista
Ég er fyrst og fremst áhugamanneskja um lágkolvetnamataræðið, matgæðingur, bloggari og fróðleiksfús eiginkona, mamma og amma. Ég elska að læra um nýja hluti og tileinka mér aðferðir og fæ hugmyndir á hverjum degi sem vonandi geta nýst ykkur hér.

Námskeiðið er bæði á glærum og vídeókynningu
Hægt er að fara yfir glærurnar í lok myndbands.

Hver er munurinn á LKL og KETÓ
Ég fer yfir kosti þess að fylgja lágkolvetna mataræði eða KETÓ og útskýri muninn.

Farið yfir skráningu næringarefna
Það vill vera ansi ruglingslegt hversu mörg g af kolvetnum, próteini og fitu við eigum að neyta til að komast í ketósu.