Velkomin
Á fræðslusíðu Kristu getur þú kynnt þér allt um lágkolvetna mataræði, ketó, matargerð, bakstur og fleira til að komast skrefi nær því að breyta um þinn lífsstíl til framtíðar.
Hér fyrir neðan getur þú skoðað hvaða námskeið eru í boði eða farið beint upp í stikuna hér fyrir ofan og valið Öll námskeið og séð hvort þar sé eitthvað sem hentar þér.
Ég vona að þú eigir eftir að hafa gagn og gaman af þessum námskeiðum og fyrirlestrum en stefna mín er að vera bjóða upp á síbreytilegt efni, styttri sem lengri námskeið og vonandi fjölbreytta dagskrá.
Með sykurlausri kveðju Krista.
Umsögn frá þátttakanda.
“Að það er hægt að borða dýrindismat og gúmmelaði sem er samt gott, seiðandi og djúsí! Svör við spurningum a fræðandi og hnitmiðaðan hátt.”
Hildur Sonja


Komið þið sæl ég heiti María Krista
Langar þig að fræðast meira um lágkolvetna mataræðið eða KETÓ ? Veistu ekki hvar þú átt að byrja eða ertu óviss um hvernig þú ætlar að halda áfram eftir fyrstu vikurnar eða mánuðina á ketó eða lágkolvetna mataræðinu ?
Lágkolvetna lífstíll er lífstíll sem ætti að hugsa til framtíðar því líf án sykurs er svo miklu auðveldara en maður heldur.